Stoðir kjarasamninga eru að bresta 23. október 2004 00:01 Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira