Samkomulag þarf um gerðardóm 24. október 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira