Innlent

Framsókn sökuð um sinnaskipti

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Framsóknarflokki segir að svo virðist sem flokkurinn hafi breytt um stefnu og opni á skólagjöld í framhaldsnámi. Vitnar hún til orða Dagnýjar Jónsdóttur, þingkonu flokksins í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagný: "Framsóknarflokkurinn...hafnar skólagjöldum í grunnnámi í ríkissreknum háskólum." Elsa segir að þetta sé nánast orðrétt tillaga hennar sjálfrar frá flokksþingi Framsóknarflokksins í byrjun þessa árs. Þá hafi Dagný hins vegar lagt fram frávísunartillögu. Dagný Jónsdóttir segir hins vegar stefnu flokksins óbreytta hún hafi aðeins notað orðið grunnnám því tilefni viðtals Fréttablaðsins hefði verið sameining Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík. Elsa B. Friðfinnsdóttir, segir að fundarstjóri landsfundar hefði látið afgreiða frávísunartillögu Dagnýjar sem dagskrártillögu og þar með ekki leyft neinar umræður. "Þetta var mjög brútalt og því er flokkurinn enn bundnari en ella af óbreyttri stefnu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×