Hópur kennara vill fella tillöguna 29. október 2004 00:01 Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira