Ákveðið í samráði við kennara 1. nóvember 2004 00:01 Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira