Þórólfur getur starfað áfram 6. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira