Innlent

Flokkurinn leysi ágreininginn

Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hvetur þingflokkinn til að leysa þann ágreining sem uppi hefur verið innan hans þannig að allir þingmenn flokksins hafi eðlilega aðstöðu til starfa. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á kjördæmisþinginu í Borgarnesi í dag með lófataki. Magnús Stefánsson og Kristinn H. Gunnarsson voru kallaðir upp og látnir takast í hendur til að innsigla undir dynjandi lófataki að unnið skyldi að því að lægja öldurnar en Kristinn H. Gunnarsson hefur verið sviptur allri nefndarsetu fyrir flokkinn. Kjördæmisþingið hvetur jafnframt þingmenn flokksins til að vinna að framgangi tillagna nefndar um atvinnu- og byggðamál í Norðvesturkjördæmi og beita sér fyrir því að nauðsynlegt fjármagn fáist til að hrinda þeim í framkvæmd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×