Stjórnarandstaðan elur á falsvonum 9. nóvember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira