Segir sjávarútveg vanmetinn 12. nóvember 2004 00:01 Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um. Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um.
Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira