Garðabær athugar tilraunasamning 16. nóvember 2004 00:01 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira