Samningar sýna réttmæti laganna 17. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira