Samningar sýna réttmæti laganna 17. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira