Samningar ógna stöðugleikanum 17. nóvember 2004 00:01 Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008 Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent