Bjart yfir efnahagslífi Norðurland 18. nóvember 2004 00:01 Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér. Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér.
Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira