33% kjarabætur hjá kennurum 19. nóvember 2004 00:01 Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira