Hindra endurtekið ófremdarástand 20. nóvember 2004 00:01 Fræðsluráð Reykjavíkur vill láta finna leiðir til að koma í veg fyrir að viðlíka ófremdarástand og skapaðist þegar skólar voru lokaðir vikum saman vegna verkfalls kennara, endurtaki sig. Ráðið hefur farið fram á að gerð verði stjórnsýsluúttekt á öllu samningaferli grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Skipaður verður hópur sérfræðinga sem á að greina kosti og galla nýliðinna kjaraviðræðna, og fjalla sérstaklega um störf launanefndar sveitarfélaganna og valdaframsal sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa til hennar. Leitað verður til talsmanna deilenda um upplýsingar og álit á samningsferlinu og hvers vegna svo hafi tekist til sem raun ber vitni. Þá á hópurinn að skila áliti um vænleg vinnubrögð í framtíðinni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tilgangurinn með þessu sé að reyna að læra af þeim miklu ógöngum sem kennaradeilan hafi greinilega lent í og koma þannig í veg fyrir að þetta endurtaki sig.. Ekki er hér átt við að taka þurfi verkfallsrétt af kennurum heldur koma á ferli sem leiði til þess að þeir þurfi ekki að grípa til þess réttar síns. Stefán segir það að sjálfsögðu sjást víða í samfélaginu, og í öðrum samfélögum, að menn geta komist að samkomulagi þar sem báðir deiluaðilar telji sig hafa svo mikinn ávinning af því að semja friðsamlega að ekki er gripið til verkfallsvopna. Spurður hvort tilgangurinn sé ekki að draga menn til ábyrgðar segir Stefán svo ekki vera; tilgangurinn sé að reyna að finna lausnir. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Fræðsluráð Reykjavíkur vill láta finna leiðir til að koma í veg fyrir að viðlíka ófremdarástand og skapaðist þegar skólar voru lokaðir vikum saman vegna verkfalls kennara, endurtaki sig. Ráðið hefur farið fram á að gerð verði stjórnsýsluúttekt á öllu samningaferli grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Skipaður verður hópur sérfræðinga sem á að greina kosti og galla nýliðinna kjaraviðræðna, og fjalla sérstaklega um störf launanefndar sveitarfélaganna og valdaframsal sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa til hennar. Leitað verður til talsmanna deilenda um upplýsingar og álit á samningsferlinu og hvers vegna svo hafi tekist til sem raun ber vitni. Þá á hópurinn að skila áliti um vænleg vinnubrögð í framtíðinni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tilgangurinn með þessu sé að reyna að læra af þeim miklu ógöngum sem kennaradeilan hafi greinilega lent í og koma þannig í veg fyrir að þetta endurtaki sig.. Ekki er hér átt við að taka þurfi verkfallsrétt af kennurum heldur koma á ferli sem leiði til þess að þeir þurfi ekki að grípa til þess réttar síns. Stefán segir það að sjálfsögðu sjást víða í samfélaginu, og í öðrum samfélögum, að menn geta komist að samkomulagi þar sem báðir deiluaðilar telji sig hafa svo mikinn ávinning af því að semja friðsamlega að ekki er gripið til verkfallsvopna. Spurður hvort tilgangurinn sé ekki að draga menn til ábyrgðar segir Stefán svo ekki vera; tilgangurinn sé að reyna að finna lausnir.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira