Barist um íbúðalánin 22. nóvember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann. Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira