Samið um verð á Big Food Group 30. nóvember 2004 00:01 Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka. Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka.
Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira