Matur

Eftirrétturinn góði Ris a la mande

Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumaður á Skólabrú brást vel við bón okkar um að laga þennan sívinsæla eftirrétt sem tilheyrir jólahaldinu á mörgum heimilum. Þessi er með auka tilbrigðum.

200 g Pudding rice

100 g sykur

1 vanillustöng

1 l mjólk

200 ml rjómi

300 ml þeyttur rjómi

100 g möndluflögur

Hrísgrjón, sykur, vanillustöng, óþeyttur rjómi og mjólk er soðið saman rólega í 25 mínútur. Slökkt undir og lok sett yfir. Látið standa í hálftíma. Kælt yfir nótt. Þeyttum rjóma og möndluflögum blandað varlega saman við.

Kirsuberja og jarðaberjasósa

100 g kirsuber

50 g jarðarber

50 g sykur

30 ml Crem de cassis

50 ml vatn

Allt sett í pott og soðið í 15 mínútur. Skipt í glös eða skálar

Karamellufroða

100 g sykur

10 g smjör

50 g rjómi

200 ml G-mjólk

2 blöð matarlím

Brúnið sykurinn í potti þar til hann verður að karamellu, bætið smjöri út í. Hellið rjóma og mjólk saman við og leysið upp karamelluna. Bætið matarlími útí. Sjóðið í fimm mínútur og sprautið ofan á búðinginn.

Piparkökuís

900 ml mjólk

400 ml rjómi

200 g sykur

50 g mjólkurduft

500 g grófmuldar piparkökur (helst heimagerðar).

Setjið mjólk, rjóma, sykur og mjólkurduft í pott. Hitið upp að suðu til að leysa upp sykurinn. Kælið niður aftur. Bætið piparkökunum út í og frystið. Berið fram með búðingnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×