Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum 2. desember 2004 00:01 Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Prada festir kaup á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Sjá meira
Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Prada festir kaup á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Sjá meira