Sport

Totti og Cassano til Real

Greint er frá því í spænskum fjölmiðlum að góðar líkur séu á því að tvær helstu stjörnur liðs Roma frá Ítalíu, Antonio Cassano og Francesco Totti, gangi til liðs við Real Madrid strax og leikmannamarkaðurinn opnar eftir í byrjun janúar. Verða þetta ein mestu kaup liðsins sem þó er þekkt fyrir að setja peningamál ekki mikið fyrir sig þegar kemur að leikmannakaupum. Samanlagt munu þeir kappar kosta Real tæplega 4.2 milljarða króna ef allt gengur eftir og engin vafi leikur á að Real styrkir hópinn til muna með þeim báðum. Óþarft er að fara mörgum orðum um Totti enda velþekktur fyrir hæfileika. Hugsanlegt þykir að honum sé ætlað að fylla það skarð sem Luis Figo skilur eftir þegar samningur hans rennur út í vor. Antonio Cassano hefur um árabil verið einn efnilegasti sóknarmaður Ítala. Hann er í raun ítalska útgáfan af Guti en talsvert betri Lið Roma hefur ollið miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki staðið undir væntingum og vitað er að þeir tveir vilja komast burt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×