Sport

Fyrir neðan allar hellur

Stórtap Deportivo á miðvikudaginn í Meistaradeildinni á heimavelli fyrir Mónakó kórónaði hörmulegt gengi liðsins í þeirri útvöldu deild en félagið lauk keppni ótrúlegt nokk með aðeins tvö stig og skoraði ekki eitt einasta mark. Í spænsku deildinni sjálfri er árangurinn heldur ekkert til að hrópa húrra yfir og ganga kenningar um hvers vegna villt og galið milli blaðamanna spænsku pressunnar. Liðið er að mestu óbreytt frá síðustu leiktíð sem gekk vel og komst liðið þá í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-0 sigur á AC Milan og fátt benti til þess vofeiflega gengis sem nú er raunin. Grípa þarf til aðgerða pronto, eins og Spánverjinn mundi segja, og ekki útilokað að eins og eitt eða tvö nýtt andlit prýði liðsmyndir Deportivo strax í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×