Lántökur heimilanna aukast um 100% 9. desember 2004 00:01 Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira