Kauphöllinni boðið í OMX 15. desember 2004 00:01 Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi. Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi.
Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira