Matvöruverð lækkar við kaupin 18. desember 2004 00:01 Matvöruverð lækkar á Íslandi með kaupum Baugs og annarra fjárfesta á bresku verslanakeðjunni Big Food Group, segir forstjóri Baugs. Ef hluthafar keðjunnar samþykkja formlegt yfirtökutilboð, eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag í Bretlandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðs í Big Food Group í gærkvöldi. Kaupverð nemur 670 milljónum punda, eða rúmlega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur rúmlega 900 milljónum punda, eða rúmlega 112 milljörðum króna, en semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland standa að fjármögnuninni. Formlegt tilboð þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og ef minnst 75 prósent þeirra samþykkja það ganga kaupin í gegn. Þar með eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum, sem verður með yfir 600 milljarða króna ársveltu, og verslunum Baugs í Bretlandi fjölgar í 2300. Fjöldi starfsmanna verður um 50 þúsund. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir meðfjárfestar taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Með kaupunum eignast meðal annars Baugur 43% í Big Food Group, Burðarás 11,6%, félög í eigu Pálma Haraldssonar 8,9%, og hlutur Kaupþings í bresku verslanakeðjunni verður 5,4%. Jón Ásgeir segir þetta stórt skref í útrásinni og það langstærsta sem Baugur hafi tekið. Hann segir þetta sýna að fyrirtækinu sé treyst til að takast á við svo stórt verkefni. Stefnt er að því að skipta Big Food Group upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Markmiðið með því er að ná fram hagræðingu og sparnaði. Spurður hvaða áhrif þessi kaup Baugs ytra muni hafa á starfsemi félagsins hér á landi segir Jón Ásgeir að strax á næsta ári munu innkaupsverð Haga, dótturfyrirtækis Baugs sem m.a. rekur Bónusverslanirnar, batna sem eigi að geta skilað sér í lægra vöruverði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Matvöruverð lækkar á Íslandi með kaupum Baugs og annarra fjárfesta á bresku verslanakeðjunni Big Food Group, segir forstjóri Baugs. Ef hluthafar keðjunnar samþykkja formlegt yfirtökutilboð, eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag í Bretlandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðs í Big Food Group í gærkvöldi. Kaupverð nemur 670 milljónum punda, eða rúmlega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur rúmlega 900 milljónum punda, eða rúmlega 112 milljörðum króna, en semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland standa að fjármögnuninni. Formlegt tilboð þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og ef minnst 75 prósent þeirra samþykkja það ganga kaupin í gegn. Þar með eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum, sem verður með yfir 600 milljarða króna ársveltu, og verslunum Baugs í Bretlandi fjölgar í 2300. Fjöldi starfsmanna verður um 50 þúsund. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir meðfjárfestar taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Með kaupunum eignast meðal annars Baugur 43% í Big Food Group, Burðarás 11,6%, félög í eigu Pálma Haraldssonar 8,9%, og hlutur Kaupþings í bresku verslanakeðjunni verður 5,4%. Jón Ásgeir segir þetta stórt skref í útrásinni og það langstærsta sem Baugur hafi tekið. Hann segir þetta sýna að fyrirtækinu sé treyst til að takast á við svo stórt verkefni. Stefnt er að því að skipta Big Food Group upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Markmiðið með því er að ná fram hagræðingu og sparnaði. Spurður hvaða áhrif þessi kaup Baugs ytra muni hafa á starfsemi félagsins hér á landi segir Jón Ásgeir að strax á næsta ári munu innkaupsverð Haga, dótturfyrirtækis Baugs sem m.a. rekur Bónusverslanirnar, batna sem eigi að geta skilað sér í lægra vöruverði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira