Matvöruverð lækkar við kaupin 18. desember 2004 00:01 Matvöruverð lækkar á Íslandi með kaupum Baugs og annarra fjárfesta á bresku verslanakeðjunni Big Food Group, segir forstjóri Baugs. Ef hluthafar keðjunnar samþykkja formlegt yfirtökutilboð, eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag í Bretlandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðs í Big Food Group í gærkvöldi. Kaupverð nemur 670 milljónum punda, eða rúmlega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur rúmlega 900 milljónum punda, eða rúmlega 112 milljörðum króna, en semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland standa að fjármögnuninni. Formlegt tilboð þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og ef minnst 75 prósent þeirra samþykkja það ganga kaupin í gegn. Þar með eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum, sem verður með yfir 600 milljarða króna ársveltu, og verslunum Baugs í Bretlandi fjölgar í 2300. Fjöldi starfsmanna verður um 50 þúsund. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir meðfjárfestar taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Með kaupunum eignast meðal annars Baugur 43% í Big Food Group, Burðarás 11,6%, félög í eigu Pálma Haraldssonar 8,9%, og hlutur Kaupþings í bresku verslanakeðjunni verður 5,4%. Jón Ásgeir segir þetta stórt skref í útrásinni og það langstærsta sem Baugur hafi tekið. Hann segir þetta sýna að fyrirtækinu sé treyst til að takast á við svo stórt verkefni. Stefnt er að því að skipta Big Food Group upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Markmiðið með því er að ná fram hagræðingu og sparnaði. Spurður hvaða áhrif þessi kaup Baugs ytra muni hafa á starfsemi félagsins hér á landi segir Jón Ásgeir að strax á næsta ári munu innkaupsverð Haga, dótturfyrirtækis Baugs sem m.a. rekur Bónusverslanirnar, batna sem eigi að geta skilað sér í lægra vöruverði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Matvöruverð lækkar á Íslandi með kaupum Baugs og annarra fjárfesta á bresku verslanakeðjunni Big Food Group, segir forstjóri Baugs. Ef hluthafar keðjunnar samþykkja formlegt yfirtökutilboð, eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag í Bretlandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðs í Big Food Group í gærkvöldi. Kaupverð nemur 670 milljónum punda, eða rúmlega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur rúmlega 900 milljónum punda, eða rúmlega 112 milljörðum króna, en semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland standa að fjármögnuninni. Formlegt tilboð þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og ef minnst 75 prósent þeirra samþykkja það ganga kaupin í gegn. Þar með eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum, sem verður með yfir 600 milljarða króna ársveltu, og verslunum Baugs í Bretlandi fjölgar í 2300. Fjöldi starfsmanna verður um 50 þúsund. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir meðfjárfestar taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Með kaupunum eignast meðal annars Baugur 43% í Big Food Group, Burðarás 11,6%, félög í eigu Pálma Haraldssonar 8,9%, og hlutur Kaupþings í bresku verslanakeðjunni verður 5,4%. Jón Ásgeir segir þetta stórt skref í útrásinni og það langstærsta sem Baugur hafi tekið. Hann segir þetta sýna að fyrirtækinu sé treyst til að takast á við svo stórt verkefni. Stefnt er að því að skipta Big Food Group upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Markmiðið með því er að ná fram hagræðingu og sparnaði. Spurður hvaða áhrif þessi kaup Baugs ytra muni hafa á starfsemi félagsins hér á landi segir Jón Ásgeir að strax á næsta ári munu innkaupsverð Haga, dótturfyrirtækis Baugs sem m.a. rekur Bónusverslanirnar, batna sem eigi að geta skilað sér í lægra vöruverði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira