Taugspenna á lokasprettinum 18. desember 2004 00:01 Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira