Raul að fara frá Real Madrid? 27. desember 2004 00:01 Æ fleira bendir til að miklar breytingar séu framundan hjá stórliði Real Madrid á komandi misserum og er orðið ljóst að nýr stjóri knattspyrnumála hjá liðinu, Ítalinn Arrigo Sacchi, mun framkvæma algera vorhreingerningu innan herbúða liðsins áður en ný leiktíð hefst í haust. Eins og staðan er nú er líklegt að þeir Figo, Solari og Morientes verði ekki hjá liðinu lengur og ekki ólíklegt að allavega Morientes verði farinn strax í janúar næstkomandi. Og gengi liðsins þessa leiktíðina þykir það dapurt að sá leikmaður einn innan liðsins sem hingað til hefur aldrei komið til greina að selja, fyrirliðinn Raúl, gæti einnig verið farinn áður en langt um líður. Raúl, sem er án alls efa Real Madrid holdi klætt, hefur verið í dýrlingatölu höfuðborgarbúa um langt skeið enda borinn og barnfæddur í Madrid og var farinn að spila með aðalliði Real sautján ára gamall. Síðan hefur vegur hans farið vaxandi og hann hefur þegar brotið flest þau met sem hægt er að brjóta með liðinu. Eins og það væri ekki nóg hefur hann staðið sig vonum framar með landsliði Spánar og er markahæsti leikmaður þess frá upphafi. En Raúl, líkt og aðrir leikmenn liðsins þetta tímabil, hefur fátt sýnt merkilegt og innan stjórnar Real fjölgar þeim sem vilja selja Raúl meðan enn er hægt að fá góða summu fyrir. Eitt stórlið, sem enn er ekki vitað hvert er, hefur um langt skeið verið reiðubúið að reiða fram þá upphæð sem krafist er. Væri þá um stórbreytingu að ræða þar sem félagið tæki upp á því að selja stórstjörnur sínar í stað þess að kaupa þær. Spænski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Æ fleira bendir til að miklar breytingar séu framundan hjá stórliði Real Madrid á komandi misserum og er orðið ljóst að nýr stjóri knattspyrnumála hjá liðinu, Ítalinn Arrigo Sacchi, mun framkvæma algera vorhreingerningu innan herbúða liðsins áður en ný leiktíð hefst í haust. Eins og staðan er nú er líklegt að þeir Figo, Solari og Morientes verði ekki hjá liðinu lengur og ekki ólíklegt að allavega Morientes verði farinn strax í janúar næstkomandi. Og gengi liðsins þessa leiktíðina þykir það dapurt að sá leikmaður einn innan liðsins sem hingað til hefur aldrei komið til greina að selja, fyrirliðinn Raúl, gæti einnig verið farinn áður en langt um líður. Raúl, sem er án alls efa Real Madrid holdi klætt, hefur verið í dýrlingatölu höfuðborgarbúa um langt skeið enda borinn og barnfæddur í Madrid og var farinn að spila með aðalliði Real sautján ára gamall. Síðan hefur vegur hans farið vaxandi og hann hefur þegar brotið flest þau met sem hægt er að brjóta með liðinu. Eins og það væri ekki nóg hefur hann staðið sig vonum framar með landsliði Spánar og er markahæsti leikmaður þess frá upphafi. En Raúl, líkt og aðrir leikmenn liðsins þetta tímabil, hefur fátt sýnt merkilegt og innan stjórnar Real fjölgar þeim sem vilja selja Raúl meðan enn er hægt að fá góða summu fyrir. Eitt stórlið, sem enn er ekki vitað hvert er, hefur um langt skeið verið reiðubúið að reiða fram þá upphæð sem krafist er. Væri þá um stórbreytingu að ræða þar sem félagið tæki upp á því að selja stórstjörnur sínar í stað þess að kaupa þær.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira