Boðar lægra vöruverð 30. desember 2004 00:01 Árið 2004 var að mörgu leyti gjöfult fyrir Baug Group. Á árinu höfum við leitast við að færa áherslu okkar frá Íslandi til Bretlands, sérstaklega vegna þeirra tækifæra sem við sjáum þar til að ávaxta fé okkar. Þrátt fyrir þó nokkra eignasölu hérlendis þá voru sumar af eignum okkar umdeildar, sérstaklega þær sem snerta fjölmiðla. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara ítarlega í þá umræðu. Ég tel þó að betra sé að fjölmiðlar séu í eigu sterkra sýnilegra eigenda en veikra sem selja sálu sína fyrir næstu heilsíðu. Þá þótti mér merkilegt þegar ríkisfyrirtækið Síminn keypti Skjá 1og fór þar með í samkeppni við RÚV. Skemmtilegt til þess að hugsa að 60 dögum áður höfðu sömu menn og tóku þá ákvörðun farið hamförum um að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga meira en 10% í fjölmiðli. Eins og fyrr greinir lögðum við áherslu á Bretlandsmarkað. Mosaic keypti Karen Millen og Wisthles, og Baugur keypti ráðandi hlut í Goldsmiths og Mk-One. Við seldum einnig nokkrar af eignum okkar á árinu. Þar ber hæst Flugleiðir, Lyfja, Vörður, Skífan og BT. Í Bretlandi seldum við eignarhlut okkar í House of Fraser . Kaupin á Magasín voru eftirminnileg, ekki bara vegna þess að það voru góð kaup, heldur vegna þess hvað það fór í taugarnar á sumum Dönum að örverpið Ísland hefði keypt þjóðardjásnið af Dönum. Ekki nóg með það, þá höfðu Íslendingarinir áttað sig á hversu verðmætar eignir félagsins voru. Líklegast var ég sárastur á árinu, en samgladdist um leið, félaga Philip Green þegar hann greiddi sér 65 milljarða í arð út úr Arcadia, félaginu sem ég færði honum á silfurfati. Hlutur Baugs hefði verið 50% af þeirri upphæð ef ekki hefði komið til lögregluinnrásar sem spilllti því fyrir Baugi. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Við höfum nú gert óafturkallanlegt tilboð í Big Food Group, sem er gott fyrir land og þjóð. Við ættum að geta lækkað verð á innflutum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum ásamt því að innlendir hluthafar munu hagnast vel gangi áætlanir eftir. Svíþjóð á IKEA og H&M. Við íslendingar eigum í dag fræg vörumerki eins og Hamleys, Oasis, Karen Millen, Booker og Magasin du Nord. Mér fannst stórgaman að því þegar starfsstúlka í Magasín kom til mín og sagði "hvernig segi ég God Jul á íslensku", ég spurði hvers vegna hún spyrði að því: "Nú það koma Íslendingar í hrönnum og segjast eiga búðina..." Að undanförnu hefur orðið til á Íslandi ótrúlega kraftmikill hópur manna sem ætla sér stóra hluti á erlendum mörkuðum. Í dag er þetta um það bil 12 til 14 manna hópur: Bakkavör, Björgólfsfeðgar, KB banki með Hreiðar Má og Sigurð Einarsson, Ólafur Ólafsson í Samskipum, Þorsteinn Már í Samherja, Össur, Kári Stefánsson, Hannes Smárason og Flugleiðir, Baltasar Kormákur og Magnús Scheving. Ef okkur ber gæfa til að stækka þennan hóp er Ísland í góðum málum og þarf engan þorsk. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Árið 2004 var að mörgu leyti gjöfult fyrir Baug Group. Á árinu höfum við leitast við að færa áherslu okkar frá Íslandi til Bretlands, sérstaklega vegna þeirra tækifæra sem við sjáum þar til að ávaxta fé okkar. Þrátt fyrir þó nokkra eignasölu hérlendis þá voru sumar af eignum okkar umdeildar, sérstaklega þær sem snerta fjölmiðla. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara ítarlega í þá umræðu. Ég tel þó að betra sé að fjölmiðlar séu í eigu sterkra sýnilegra eigenda en veikra sem selja sálu sína fyrir næstu heilsíðu. Þá þótti mér merkilegt þegar ríkisfyrirtækið Síminn keypti Skjá 1og fór þar með í samkeppni við RÚV. Skemmtilegt til þess að hugsa að 60 dögum áður höfðu sömu menn og tóku þá ákvörðun farið hamförum um að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga meira en 10% í fjölmiðli. Eins og fyrr greinir lögðum við áherslu á Bretlandsmarkað. Mosaic keypti Karen Millen og Wisthles, og Baugur keypti ráðandi hlut í Goldsmiths og Mk-One. Við seldum einnig nokkrar af eignum okkar á árinu. Þar ber hæst Flugleiðir, Lyfja, Vörður, Skífan og BT. Í Bretlandi seldum við eignarhlut okkar í House of Fraser . Kaupin á Magasín voru eftirminnileg, ekki bara vegna þess að það voru góð kaup, heldur vegna þess hvað það fór í taugarnar á sumum Dönum að örverpið Ísland hefði keypt þjóðardjásnið af Dönum. Ekki nóg með það, þá höfðu Íslendingarinir áttað sig á hversu verðmætar eignir félagsins voru. Líklegast var ég sárastur á árinu, en samgladdist um leið, félaga Philip Green þegar hann greiddi sér 65 milljarða í arð út úr Arcadia, félaginu sem ég færði honum á silfurfati. Hlutur Baugs hefði verið 50% af þeirri upphæð ef ekki hefði komið til lögregluinnrásar sem spilllti því fyrir Baugi. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Við höfum nú gert óafturkallanlegt tilboð í Big Food Group, sem er gott fyrir land og þjóð. Við ættum að geta lækkað verð á innflutum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum ásamt því að innlendir hluthafar munu hagnast vel gangi áætlanir eftir. Svíþjóð á IKEA og H&M. Við íslendingar eigum í dag fræg vörumerki eins og Hamleys, Oasis, Karen Millen, Booker og Magasin du Nord. Mér fannst stórgaman að því þegar starfsstúlka í Magasín kom til mín og sagði "hvernig segi ég God Jul á íslensku", ég spurði hvers vegna hún spyrði að því: "Nú það koma Íslendingar í hrönnum og segjast eiga búðina..." Að undanförnu hefur orðið til á Íslandi ótrúlega kraftmikill hópur manna sem ætla sér stóra hluti á erlendum mörkuðum. Í dag er þetta um það bil 12 til 14 manna hópur: Bakkavör, Björgólfsfeðgar, KB banki með Hreiðar Má og Sigurð Einarsson, Ólafur Ólafsson í Samskipum, Þorsteinn Már í Samherja, Össur, Kári Stefánsson, Hannes Smárason og Flugleiðir, Baltasar Kormákur og Magnús Scheving. Ef okkur ber gæfa til að stækka þennan hóp er Ísland í góðum málum og þarf engan þorsk.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira