Innlent

Endurskin til útivistarfólks

Sýslumannsembættin á Seyðisfirði og Eskifirði hafa hafið átak í notkun endurskinsmerkja. Reynt verður að ná til þeirra sem stunda útivist í skammdeginu. Hægt verður að fá endurskinsmerki án endurgjalds á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna á Austurlandi. Eins munu vera merki í öllum lögreglubílum eftir 1. janúar og munu verða afhent þeim sem sjást endurskinslausir, ef þeir sjást þá. Átakið er samstarfsverkefni lögreglunnar, VÍS og björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×