Einokun og auðhringar 4. nóvember 2005 06:00 Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar