Innlent

Umgengni hindruð í góðri trú

Ingimundur Sveinn Pétursson formaður Félags einstæðra foreldra.
Ingimundur Sveinn Pétursson formaður Félags einstæðra foreldra.

"Mál þar sem forsjárforeldrið neitar hinu foreldrinu um að hitta barn þeirra eru kannski ekki algeng, en þau eru heldur ekkert óalgeng," segir Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, en félagið býður lögfræðiaðstoð í deilum sem þessum.

Yfirleitt telur foreldrið sem hindrar umgengnina að það sé að gera rétt og liggja misjafnar ástæður að baki þeirri trú. Til dæmis getur áfengis- eða fíkniefnamisnotkun, jafnvel þótt neyslan fari ekki fram þegar barnið er nærri, sem og trúarbragðaágreiningur valdið því að forræðisforeldrið telji að barnið sé betur statt án hins foreldrisins. Þó er það til að forsjárforeldrið sé í hefndar­hug og noti barnið til að ná sér niðri á fyrrverandi maka sínum.

Ingimundur nefnir dæmi um að báðir foreldrar hafi hringt í hann og gefið hvort sína söguna, báðar jafn trúverðugar. "Sýslumaður er í ofboðslega erfiðri aðstöðu þegar annar bendir á hinn. Ég hefði ekki hugmynd um hvernig leysa skyldi svona mál," segir Ingimundur. "En það er auðvitað ekkert skrítið að barnið vilji ekki hitta foreldri sitt, ef forsjárforeldrið er búið að hamra á því í nokkur ár að hitt foreldrið sé ekki nógu gott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×