Fær ekki að hitta dóttur sína 5. nóvember 2005 06:00 Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Lífið Menning Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum