Komst með baráttu í gegnum úrtökumót á spáni 7. nóvember 2005 06:00 Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira