Ceres 4 þrekþjálfari Þróttar 9. nóvember 2005 07:45 Ceres 4 listamaður - Hlynur Áskelsson grunnskólakennari Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálfun Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar. Starfið er þó engin nýjung fyrir Hlyn, en hann er menntaður íþróttakennari, og stefnir hann að því að ná toppárangri leikmenn liðsins - þá sömu og hann gagnrýndi nokkuð harkalega í pistli á heimasíðu Þróttar sem birtist í lok sumars. Þar segir Hlynur meðal annars að meistaraflokk félagsins skorti grunnþjálfun í styrk, úthaldi og andlegu atgervi. Á þessu ætlar Hlynur nú að vinna bót á. "Ég stend við allt það sem ég sagði í þessum pistli en nú er það mitt að koma hlutunum í rétt form. Mitt skýlausa markmið er að ná árangri - annað yrði óviðundandi," sagði Hlynur ákveðinn við Fréttablaðið í gær en þessa dagana stendur hann vaktina yfir leikmönnum Þróttar í Laugum þar sem þeir hlaupa og lyfta. Á undirbúningstímabilinu mun hann vinna náið með Atla Eðvaldssyni, aðalþjálfara Þróttar, þar sem líkamlegi þátturinn er á ábyrgð Hlyns. Sjálfur er Hlynur Þróttari mikill og hefur á síðustu árum verið ein af driffjöðrunum í hópi Köttarana, hins ötula stuðningsmannahóps Þróttar. "Ég hef verið Þróttari frá blautu barnsbeini og ef félagið hefur óskað eftir mínum kröfum þá hef ég hreinlega ekki geta sagt nei. Á því var engin breyting nú þegar ég var fenginn til að taka að mér þetta verkefni," segir Hlynur, sem sjálfur er í hörkuformi. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að æfa," segir Hlynur sem stefnir að sjálfsögðu að því að láta leikmenn Þróttar vera í betra formi á næsta ári en þeir voru í sumar. "Ég ætla rétt að vona að þeir verði það - annars verð ég rekinn," sagði Hlynur og hló. Íslenski boltinn Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálfun Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar. Starfið er þó engin nýjung fyrir Hlyn, en hann er menntaður íþróttakennari, og stefnir hann að því að ná toppárangri leikmenn liðsins - þá sömu og hann gagnrýndi nokkuð harkalega í pistli á heimasíðu Þróttar sem birtist í lok sumars. Þar segir Hlynur meðal annars að meistaraflokk félagsins skorti grunnþjálfun í styrk, úthaldi og andlegu atgervi. Á þessu ætlar Hlynur nú að vinna bót á. "Ég stend við allt það sem ég sagði í þessum pistli en nú er það mitt að koma hlutunum í rétt form. Mitt skýlausa markmið er að ná árangri - annað yrði óviðundandi," sagði Hlynur ákveðinn við Fréttablaðið í gær en þessa dagana stendur hann vaktina yfir leikmönnum Þróttar í Laugum þar sem þeir hlaupa og lyfta. Á undirbúningstímabilinu mun hann vinna náið með Atla Eðvaldssyni, aðalþjálfara Þróttar, þar sem líkamlegi þátturinn er á ábyrgð Hlyns. Sjálfur er Hlynur Þróttari mikill og hefur á síðustu árum verið ein af driffjöðrunum í hópi Köttarana, hins ötula stuðningsmannahóps Þróttar. "Ég hef verið Þróttari frá blautu barnsbeini og ef félagið hefur óskað eftir mínum kröfum þá hef ég hreinlega ekki geta sagt nei. Á því var engin breyting nú þegar ég var fenginn til að taka að mér þetta verkefni," segir Hlynur, sem sjálfur er í hörkuformi. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að æfa," segir Hlynur sem stefnir að sjálfsögðu að því að láta leikmenn Þróttar vera í betra formi á næsta ári en þeir voru í sumar. "Ég ætla rétt að vona að þeir verði það - annars verð ég rekinn," sagði Hlynur og hló.
Íslenski boltinn Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira