HK sterkara á endasprettinum en Afturelding 9. nóvember 2005 07:00 Hornamaðurinn Brynjar Valsteinsson fór mikinn í HK-liðinu í gær og dró vagninn lengstum fyrir liðið gegn Aftureldingu. Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum. Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum.
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira