Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla 10. nóvember 2005 07:15 Skíðamenn í Hlíðarfjalli. Elstu menn fyrir norðan muna vart betri byrjun á skíðavertíð en þá sem þeir urðu vitni að síðustu helgi. Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við. Innlent Lífið Menning Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent