Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum 12. nóvember 2005 08:30 Bankastjórar Landsbankans Landsbankinn hækkaði vexti íbúðalána sinna í gær. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ákvörðun bankans skynsamlega en hann hefði frekar búist við að Íbúðalánasjóður myndi leiða hækkunarferli vaxta á íbúðalánum. Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána. Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira