Vandaðra – hollara – betra 18. nóvember 2005 06:00 Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar