Friðsældin framundan 23. nóvember 2005 06:00 Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun