Hodgson hefði viljað halda í Borgvardt 23. nóvember 2005 09:00 Hrifinn af Borgvardt. Stórþjálfarinn Roy Hodgson vildi halda Borgvardt hjá Viking. Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði." Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði."
Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira