Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni 24. nóvember 2005 08:30 Guðni greinir frá frægum samskiptum sínum við Guðjón Þórðarson í bókinni en hann er ekki ánægður með framkomu Guðjóns í sinn garð. fréttablaðið/valli Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn