Heiðar berst áfram fyrir sæti sínu hjá Fulham 27. nóvember 2005 06:00 Heiðar helguson hefur ekki í hyggju að leggja árar í bát þó á móti blási þessa dagana. Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu." Íþróttir Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu."
Íþróttir Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira