Frumvarp um RÚV sem ég vil sjá 29. nóvember 2005 05:00 Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun