Bóna bíla alla helgina 8. desember 2005 06:00 Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur. Íþróttir Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Fótbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Dennis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Í beinni: Valur - FH | Risaleikur á Hlíðarenda Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Metáhorf á Super Bowl Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Ísak á leið í atvinnumennsku „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur.
Íþróttir Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Fótbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Dennis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Í beinni: Valur - FH | Risaleikur á Hlíðarenda Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Metáhorf á Super Bowl Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Ísak á leið í atvinnumennsku „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sjá meira