Bóna bíla alla helgina 8. desember 2005 06:00 Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur. Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur.
Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sjá meira