Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga 11. desember 2005 09:15 Gerð tvísköttunarsamninga við önnur lönd eykur arðsemi viðskipta milli landa segja þeir Halldór Benjamín Þorbergsson og Jón Elvar Guðmundsson. Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira