Hríðarbylur og snjóflóð Vestra 3. janúar 2005 00:01 Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira