Mjólkurlaust í Bolungarvík 4. janúar 2005 00:01 Rýma þurfti nítján hús í Bolungarvík í gær en fyrir var búið að rýma sjö hús í bænum og hafa alls 92 þurft að yfirgefa heimili sín. Flestir leituðu á náðir vina og ættingja. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri í Bolungarvík, segir að athugað verði í dag hvort fólk fái að fara heim til sín. Eins verður athugað hvort Óshlíðin verði rudd í dag en hún hefur verði lokuð vegna óveðursins og snjóflóðahættu. Olgeir Hávarðarson, meðeigandi verslunar Bjarna Eiríkssonar, segir bæði mjólk og brauð uppurið í bænum, hann fékk síðast mjólk í verslunina á fimmtudaginn fyrir tæpri viku síðan. Fyrst eftir að mjólkin kláraðist á mánudag keypti fólk kaffirjóma, kókómjólk og g-mjólk en í gær kláruðust þær birgðir líka. Olgeir segir lítið eftir nema safa og gos sem ætti þó að duga í nokkra daga. Ari Hólmsteinsson, íbúi við Traðarland 18 í Bolungarvík, þurfti að fara að heiman með fjölskyldu sína vegna snjóflóðahættu á sunnudag. "Auðvitað fer maður um leið og það er einhver hætta, það er mín skoðun. Þó veit ég að einhverjir nágranna minna eru ekki sammála," segir Ari en hann er svo heppinn að systir hans býr í Bolungarvík. Hún er með aukaherbergi sem Ari, eiginkona hans og níu ára sonur þeirra hafa til afnota. Ari hefur ekki komist á vinnustað sinn frá áramótum en hann vinnur hjá Símanum á Ísafirði. "Ég þarf bara netsamband til að geta unnið og er búinn að koma mér upp vinnuaðstöðu á stofuborðinu hjá systur minni," segir Ari. Þegar hann fór að heiman ásamt fjölskyldu sinni tóku þau með sér svolítið af fötum og annað dót sem þau þurfa til daglegra nota. Hann segir veraldlegu munina ekki skipta máli, þá sé hægt að finna aftur eða bæta. SNJÓFLÓÐ HAFA FALLIÐ VÍÐA. Veðurstofu Íslands hefur borist yfir 40 tilkynningar um snjóflóð síðan á nýársdag, flest hver á Vestfjörðum en líka á Norðurlandi. Vitað er að snjóflóð hafa fallið á Patreksfirði, Bíldudal, Bolungarvík, Súgandafjörð, Skutulsfjörð, Ísafjörð, Hnífsdal, Káradal og í Ólafsfirði. Þar að auki hafa íbúðarhús verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði, í Dýrafirði og Önundarfirði, Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Rýma þurfti nítján hús í Bolungarvík í gær en fyrir var búið að rýma sjö hús í bænum og hafa alls 92 þurft að yfirgefa heimili sín. Flestir leituðu á náðir vina og ættingja. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri í Bolungarvík, segir að athugað verði í dag hvort fólk fái að fara heim til sín. Eins verður athugað hvort Óshlíðin verði rudd í dag en hún hefur verði lokuð vegna óveðursins og snjóflóðahættu. Olgeir Hávarðarson, meðeigandi verslunar Bjarna Eiríkssonar, segir bæði mjólk og brauð uppurið í bænum, hann fékk síðast mjólk í verslunina á fimmtudaginn fyrir tæpri viku síðan. Fyrst eftir að mjólkin kláraðist á mánudag keypti fólk kaffirjóma, kókómjólk og g-mjólk en í gær kláruðust þær birgðir líka. Olgeir segir lítið eftir nema safa og gos sem ætti þó að duga í nokkra daga. Ari Hólmsteinsson, íbúi við Traðarland 18 í Bolungarvík, þurfti að fara að heiman með fjölskyldu sína vegna snjóflóðahættu á sunnudag. "Auðvitað fer maður um leið og það er einhver hætta, það er mín skoðun. Þó veit ég að einhverjir nágranna minna eru ekki sammála," segir Ari en hann er svo heppinn að systir hans býr í Bolungarvík. Hún er með aukaherbergi sem Ari, eiginkona hans og níu ára sonur þeirra hafa til afnota. Ari hefur ekki komist á vinnustað sinn frá áramótum en hann vinnur hjá Símanum á Ísafirði. "Ég þarf bara netsamband til að geta unnið og er búinn að koma mér upp vinnuaðstöðu á stofuborðinu hjá systur minni," segir Ari. Þegar hann fór að heiman ásamt fjölskyldu sinni tóku þau með sér svolítið af fötum og annað dót sem þau þurfa til daglegra nota. Hann segir veraldlegu munina ekki skipta máli, þá sé hægt að finna aftur eða bæta. SNJÓFLÓÐ HAFA FALLIÐ VÍÐA. Veðurstofu Íslands hefur borist yfir 40 tilkynningar um snjóflóð síðan á nýársdag, flest hver á Vestfjörðum en líka á Norðurlandi. Vitað er að snjóflóð hafa fallið á Patreksfirði, Bíldudal, Bolungarvík, Súgandafjörð, Skutulsfjörð, Ísafjörð, Hnífsdal, Káradal og í Ólafsfirði. Þar að auki hafa íbúðarhús verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði, í Dýrafirði og Önundarfirði, Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira