Átta hús skemmd eftir snjóflóð 4. janúar 2005 00:01 Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira