Húsin keypt vegna snjóflóðahættu 5. janúar 2005 00:01 Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira