Splundra öllu sem á vegi verður 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira